Ladies Circle styður Góðvild

Það er mikill heiður fyrir Góðvild að hefja samstarf við Ladies Circle á Íslandi
Ladies Circle á Íslandi selur nú nælur til styrktar Góðvild og verður verkefnið í gangi næstu 2 árin. 
Ladies Circle (LC) eru alþjóðleg samtök fyrir konur á aldrinum 18 - 45 ára.
Samtökin eru góðgerðarsamtök þar sem vináttan er í forgrunni.
LC eru lokuð samtök þar sem konur fá oftast boð um aðild í gegnum núverandi LC konu. Einnig geta konur sótt sjálfar um aðgang í samtökin. Í LC fá konur tækifæri til að efla sjálfstæði sitt, auka víðsýni og umburðarlyndi og eiga skemmtilegar stundir með öðrum konum. Á Íslandi eru 16 klúbbar um allt land.

Markmið LCÍ eru:
Að auka áhugasvið félaganna og þekkingu þeirra á lifnaðarháttum annarra og efla sjálfstæði þeirra og umburðarlyndi.
Að efla alþjóðlegan skilning og vináttu.
Að trú og stjórnmál setji ekki mark sitt á klúbbana.
Þessum markmiðum skal m.a. náð með fundum, fyrirlestrum, umræðum og þátttöku í alþjóðlegum fundum.
Einkunnarorð Ladies Circle á Íslandi eru Vinátta og hjálpsemi.