Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
4 dagar síðan

Umfjöllun á MBL um Hlaðvarpið 4 vaktin þar sem málefni barna með sérþarfir eru til umræðu ❤️ Skoða meiraSkoða minna

Umfjöllun á MBL um Hlaðvarpið 4 vaktin  þar sem málefni barna með sérþarfir eru til umræðu ❤️
1 vika síðan

Þessi póstur var sendur á Fjármálaráðuneytið þann 20 júní 2024.
Engin svör hafa borist enda vitum við það að fatlaðir, öryrkjar og aldraðir eru ekki efst á forgangslista hjá ráðneytinu eins og verk þessarar og fyrrverandi ríkisstjórna hafa sýnt en lengi má vonast eftir því að fólk vakni upp og átti sig á því að á endanum þá þurfa þau sjálf á hjálpartækjum að halda nái þau að lifa nógu lengi … ❤️

"Góðvild hefur margoft borist fyrirspurnir um það af hverju það sé lagður 24% virðisaukaskattur á nauðsynleg hjálpartæki, hjálpartæki sem oft en alls ekki alltaf eru greidd af SÍ þannig að hvort sem er þá endar skatturinn aftur í sama vasa.
En þegar að SÍ greiðir ekki fyrir hjálpartækið þá leggst þessi skattur ofan á hjálpartæki sem nú þegar eru mjög dýr og er því ekki að hjálpa fötluðum börnum eða öldruðum sem þurfa á þessum tækjum að halda.
Sjúkratryggingar greiða aðeins hluta af þeim hjálpartækjum sem fólk þarf á að halda og eru einnig með mjög takmarkað úrval í boði.

Þegar skoðuð eru önnur lönd innan Evrópu þá er mismunandi háttur hafður á.
Dæmi um vsk á hjálpartækjum í öðrum löndum:

Bretlandi er 0% vsk ef viðkomandi er eldri borgari eða öryrki.
Spánni er með 4% vsk
Hollandi er 9%vsk
Frakklandi 5.5%
Sviss 8%
ítalía 4% eða 0% í sumum tilfellum
Lúxemborg 3%
Belgía 6&%
Þýskaland 9%
Írland 0%

Hérna er að finna lista yfir vsk hjá löndum í Evrópu.
taxation-customs.ec.europa.eu/system/files/2021-06/vat_rates_en.pdf

Það væri mjög sterkt fyrir íslenskt samfélag að taka þessa prósentu til endurskoðunar og við erum alveg tilbúin að vera með í þeirri vinnu.
Hjálpartæki eru auðvitað nauðsynjavara og ætti því að flokkast sem slík í virðisaukaskattkerfinu. "


Með kærri kveðju
Sigurður H Jóhannesson
Framkvæmdastjóri
Góðvild
www.godvild.is
Skoða meiraSkoða minna

Þessi póstur var sendur á Fjármálaráðuneytið þann 20 júní 2024. Engin svör hafa borist enda vitum við það að fatlaðir, öryrkjar og aldraðir eru ekki efst á forgangslista hjá ráðneytinu eins og verk þessarar og fyrrverandi ríkisstjórna hafa sýnt en lengi má vonast eftir því að fólk vakni upp og átti sig á því að á endanum þá þurfa þau sjálf á hjálpartækjum að halda nái þau að lifa nógu lengi ... ❤️Góðvild hefur margoft borist fyrirspurnir um það af hverju það sé lagður 24%  virðisaukaskattur á nauðsynleg hjálpartæki, hjálpartæki sem oft en alls ekki alltaf eru greidd af SÍ þannig að hvort sem er þá endar skatturinn aftur í sama vasa. En þegar að SÍ greiðir ekki fyrir hjálpartækið þá leggst þessi skattur ofan á hjálpartæki sem nú þegar eru mjög dýr og er því ekki að hjálpa fötluðum börnum eða öldruðum sem þurfa á þessum tækjum að halda. Sjúkratryggingar greiða aðeins hluta af þeim hjálpartækjum sem fólk þarf á að halda og eru einnig með mjög takmarkað úrval í boði. Þegar skoðuð eru önnur lönd innan Evrópu þá er mismunandi háttur hafður á. Dæmi um vsk á hjálpartækjum í öðrum löndum: Bretlandi er 0% vsk ef viðkomandi er eldri borgari eða öryrki. Spánni er með 4% vsk Hollandi er 9%vsk Frakklandi 5.5% Sviss 8% ítalía 4% eða 0% í sumum tilfellumLúxemborg 3%Belgía 6&%Þýskaland 9% Írland 0% Hérna er að finna lista yfir vsk hjá löndum í Evrópu. https://taxation-customs.ec.europa.eu/system/files/2021-06/vat_rates_en.pdfÞað væri mjög sterkt fyrir íslenskt samfélag að taka þessa prósentu til endurskoðunar og við erum alveg tilbúin að vera með í þeirri vinnu. Hjálpartæki eru auðvitað nauðsynjavara og ætti því að flokkast sem slík í virðisaukaskattkerfinu. --Með kærri kveðjuSigurður H JóhannessonFramkvæmdastjóriGóðvildwww.godvild.is
Load more

Spjallið með Góðvild