Hjálparlína Góðvildar

Hjálparlína Góðvildar er þjónusta fyrir fjölskyldur langveikra barna.

Sími: 771-5757

Við veitum fjölskyldum langveikra barna ráðgjöf í þeim málum sem eru aðkallandi.

Ráðgjöfin getur verið varðandi þjónustu inn á heimilið eða við umönnun barnanna. Einnig getur ráðgjöfin verið varðandi réttindamál eða sálgæslu.

Hjálparlínan er stuðningur við fjölskylduna og okkar markmið að bæta lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar.

Bára Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur umsjón yfir Hjálparlinunni og er hún með master frá UBC í Canada í hjúkrun langveikra barna og fjölskyldna.

Bára með sérfræðileyfi í Barnahjúkrun og með diploma í sálgæslu frá EM HÍ

Bára vann með sorgarhópinn Litlu ljósin í 7 ár en það er hópur foreldra barna sem hafa misst börnin sín í baráttu við langvinnan sjúkdóm.

Bára hefur unnið fyrir langveik börn í yfir 30 ár og hefur því gríðarlega reynslu á þessu sviði.

Vefpóstur Hjálparlínunnar er: hjalparlina@gmail.com

Síminn er 771-5757