Verkefni

Góðvild er stoltur styrktaraðili "ATP1A3 in Disease" málþings

ATP1A3 genið stjórnar orkuflæðis til heilans og er því gríðarlega mikilvægt öllu fólki en sérstaklega áríðandi fyrir þá sem hafa stökkbreytingu í þessu geni.  6 sjúkdómar hafa verið greindir með stökkbreytingu í þessu geni en allir taugasjúkdómar munu hagnast á rannsóknum á geninu. 

Þetta er í  áttunda málþingið um genið og verður það haldið á Grand Hotel Reykjavik 3-4 október

http://conferences.au.dk/atp1a3symposium2019/

Búist er við um 120-150 læknum og vísindamönnum ásamt öðrum sérfræðingum og fulltrúum fjölskyldusamtaka frá öllum heimshornum. 

Það eru AHC Samtökin á Íslandi auk vísindamanna frá Aarhus University, Göttingen University og Leiden University sem halda málþingið

Góðvild er stoltur styrktaraðili málþingsins en meðal íslenskra framsögumanna má nefna Guðna Th. Jóhannesson Forseta Íslands, Kára Stefánsson forstjóra DeCode, Laufey Ýr Sigurðardóttir barnataugalækni og Helgu Birgisdóttir hjúkrunarfræðing

 

11/12/2018

Góðvild styður við Leiðarljós stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma.

Stuðningsmiðstöðin Leiðarljós er ný nálgun við alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin stuðlar að bestu mögulegu heilbrigðis-og félagsþjónustu út frá einum vísum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjölskyldur sem byggist á þeirra forgangsröðun og þörfum.

Markmið Leiðarljóss er að samhæfa þjónustuna til að geta fundið bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig, svo hægt sé að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veikindi barnsins.

www.leidarljos.is

-------------------------------------------------------------------------------------------

Góðvild styður við Barnaspítala Hringsins 

Í desember 2018 gaf Góðvild Barnaspítala Hringsins 10 stk hjólastóla en ábending kom til félagsins um að þörf væri á að endurnýja hjólastólana á Barnaspítalanum sem reyndist rétt.

Í samráði við Barnaspítalann voru valdir stólar sem henta starfsemi spítalans og sem flestum sjúklingum. 

Góðvild starfar í umboði meira en 3000 manns sem styðja félagið og styður Góðvild við langveik og fötluð börn á Íslandi