Safnaðist fyrir hjólastólahjóli á 3 dögum

Fjölskylda Karenar Ingu og Góðvild stóðu að söfnun fyrir hjólastólahjóli sem Karen Ingu hefur dreymt um að fá.

Því miður þá neitaðu Sjúkratryggingar Íslands að taka þátt í kostnaðinum en það er ljóst að almenningur er ekki sammála því að svona hjálpartæki eigi að vera greidd af almenningsfé því viðbrögðin voru svakaleg.

Þökk sé góðviljuðum einstaklingum og fyrirtækjum þá náðist að safna fyrir hjólinu á 3 dögum sem hlýtur að teljast verulega gott því hjólið kostar yfir 1.7 milljónir

Karen Inga er rétt tæplega 10 ára gömul langveik stúlka sem er að fara í 5. bekk í Klettaskóla. Karen er með stökkbreytingu í geni sem nefnist CACNA1D og veldur einkennum sem há henni mikið í hennar daglega lífi. Hún er eina barnið á Íslandi sem hefur verið greint með þessa stökkbreytingu og aðeins þrettánda barnið í öllum heiminum.

Stökkbreytingin veldur einhverfu, flogaveiki, þroskaskerðingu, CP (vöðvarýrnun), ósjálfráðum augnhreyfingum og geðröskunum sem lýsa sér í ofsareiðaköstum, miklum öskrum og sjálfskaða. Fleiri einkenni eru til rannsóknar.

Karen getur gengið en mjög stutt í einu og þá þarf hún að vera í beisli því hún skilur ekki hættur í umhverfinu. Hún fer nánast allar sínar ferðir í hjólastól. Þetta þýðir það að fjölskyldan getur lítið gert saman, en Karen á tvö systkini.

Góðvild þakkar öllum sem komu að söfnuninni – Það hlýtur að vera einstakt að það safnist svona hratt fyrir langveika stúlku.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *