Um Góðvild
Góðgerðarfélagið Góðvild var stofnað í desember 2016. Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.
Góðvild kemur að ýmsum verkefnum en þau helstu eru:
Spjallið með Góðvild – Vikulegir þættir á Vísir.is
Hjálparlína Góðvildar – Hjúkrunarfræðingur aðstoðar fjölskyldur langveikra barna
Hagsmunahópur Góðvildar – Hagsmunabarátta í umsjá foreldra langveikra barna
Beinir styrkir – Góðvild styrkir önnur góðgerðarfélög
Gjafastyrkir – Góðvild styrkir sérskóla, Barnaspítalann, sambýli, skammtímavistanir og fleiri með gjöfum sem nýtast börnunum.
Umsjónarmenn

Ásdís Arna Gottskálksdóttir
Formaður Góðvildar
Ásdís er einnig stofnandi góðgerðafélagsins Bumbulóní sem hún stofnaði árið 2015 í minningu sonar síns, Björgvins Arnars, sem lést úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013 þá sex ára gamall.
Tilgangur Bumbulóní er að styðja fjárhagslega við fjölskyldur langveikra barna sem berjast við sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma og eru styrkir veittir fyrir jólin ár hvert.
Ásdís er viðskiptafræðingur, er í MBA námi við Háskólann í Reykjavík og starfar sem framkvæmdastjóri hjá tölvuleikja framleiðandanum Parity.

Sigurður Hólmar Jóhannesson
Framkvæmdastjóri
Sigurður er einn af stofnendum AHC samtakanna og gegnir þar starfi formanns en dóttir hans, Sunna Valdís, er eini Íslendingurinn sem er greind með Alternating Hemiplegia of Childhood.
Sigurður er einnig formaður AHC Sambands Evrópu og situr í tveim vinnuhópum Eurordis fyrir hönd sambandsins.
Sigurður er einn af stofnendum AHC International Alliance og gengdi starfi formanns 2012-2014 en situr nú í yfirstjórn samtakanna.

Ragnheiður Erla Hjaltadóttir
Stjórnarmaður

Ægir Finnbogason
Stjórnarmaður
Ægir er matreiðslumeistari að mennt og er mjög umhugað að langveik börn og fjölskyldur þeirra fái þá þjónustu og þau réttindi sem þau eiga rétt á.
Ægir situr í stjórn Bumbuloní sem styrkir fjölskyldur langveikra barna fjárhagslega.
Verkefni Góðvildar
Spjallið með Góðvild
Vikulegir þættir á Vísir.is
Hjálparlína Góðvildar
Hjúkrunarfræðingur aðstoðar fjölskyldur langveikra barna
Hagsmunahópur Góðvildar
Hagsmunabarátta í umsjá foreldra langveikra barna
Beinir styrkir
Góðvild styrkir önnur góðgerðarfélög
Gjafastyrkir
Góðvild styrkir sérskóla, Barnaspítalann, sambýli, skammtímavistanir og fleiri með gjöfum sem nýtast börnunum.