Í samstarfi við Piotr Loj hjá Virtual Dream Foundation ætlar Góðvild að gefa amk 10 langveikum og/eða hreyfihömluðum börnum drauma upplifun.

Virtual Dream Foundation býr til sýndarveruleika myndbönd sem eru sérsniðin fyrir hvert og eitt barn eftir því hvaða draum þau vilja upplifa. Við ætlum að byrja þann 11. janúar á fyrsta draumnum
Viltu sækja um draum?Draumarnir geta verið hvort sem er eitthvað sem hægt er að gera í raunveruleikanum eða ekki, nú er bara að láta ímyndunaraflið fara á flug…——Hérna er hægt að sjá myndband frá fyrsta draumnum sem Piotr gerði fyrir Sunnu Valdísi sem hefur ekki farið í sund í 12 ár ——

——-Okkur vantar eftirfarandi upplýsingar:Nafn barns:Aldur:Greining barnsins?Hvaða draum vill barnið upplifa?——Vinsamlegast sækið um með því að senda email á godvild.island@gmail.com ——Vegna tæknilegra takmarkana sýndarveruleika þá getum við því miður ekki gert myndbönd fyrir börn sem eru greind með flogaveiki 🙁 Upplifunin er svo raunveruleg að hún getur valdið flogakasti og við viljum alls ekki að það gerist