Árnína Steinunn Kristjánsdóttir – Ritari Góðvildar

Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, ritari Góðvildar, Árnína er einnig stjórnarformaður Rannsóknarsjóðs í minningu Helenu Matthíasdóttur en tilgangur sjóðsins er að styðja við rannsóknir á taugasjúkdómum barna á Barnaspítala Hringsins með veitingu fjárstyrkja.

Tilgangurinn er að auka skilning og þekkingu á taugasjúkdómum í börnum og getur sjóðurinn því einnig stutt við fræðslu og menntun á þessu sviði samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar.

Árnína er einnig stjórnarmaður í Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir langveik börn.

Þá er Árnína stjórnarmaður í góðgerðarfélaginu Bumbulóní sem var stofnað árið 2015 í minningu Björgvins Arnars sem lést árið 2013, þá 6 ára gamall. Félagið veitir fjölskyldum alvarlegra langveikra barna fjárstyrk fyrir hver jól.

Dags daglega er Árnína yfirlögfræðingur Nasdaq á Íslandi.