Ásdís Arna Gottskálksdóttir, formaður Góðvildar. Ásdís er stofnandi góðgerðafélagsins Bumbulóní sem hún stofnaði árið 2015 í minningu sonar síns, Björgvins Arnars, sem lést úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013 þá sex ára gamall.
Tilgangur Bumbulóní er að styðja fjárhagslega við fjölskyldur langveikra barna sem berjast við sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma fyrir jólin ár hvert.
Ásdís er stjórnarmaður í Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir langveik börn. Ásdís er viðskiptafræðingur og starfar sem framkvæmdarstjóri þjónustusviðs hjá hugbúnaðarframleiðandanum Five Degrees.