Góðvild heitir á Ásdísi Örnu og Bumbuloní

Góðvild styrktarsjóður heitir á Ásdísi Örnu Gottskálksdóttur 500.000 kr. nái hún að safna 250.000 kr. fyrir góðgerðarfélagið Bumbuloní á Hlaupastyrk, söfnunarsíðu Reykjavíkurmaraþons. 

Góðvild mun semsagt tvöfalda upphæðina ef Ásdís Arna nær uppí 250.000 kr.  Það er því til mikils að vinna. 

Sigurður Hólmar Jóhannesson og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir afhentu Ásdísi Örnu áheitið fyrir hönd Góðvildar 

Góðvild styrkir ýmis verkefni sem bæta lífsgæði langveikra barna á Íslandi, Góðvild hefur áður styrkt Barnaspítalann, AHC samtökin og er aðal styrktaraðili Leiðarljóss

Bumbuloní var stofnað í minningu Björgvins Arnars sem lést langt fyrir aldur fram úr sjaldgæfum sjúkdómi árið 2013, þá sex ára gamall.

Bumbuloní veitir fjölskyldum langveikra barna styrki í desember þegar þörfin er mest. 

Það er okkar heiður að fá að taka þátt í því góða starfi sem Bumbuloní vinnur og við óskum þess að styrkirnir auki lífsgæði þeirra fjölskyldna sem þá hljóta. 

Stjórn Góðvildar