
Í dag fór fram afhending á samskiptatölvum sem Klettaskóli hefur þurft á að halda í þó nokkurn tíma.
Klettaskóli átti fyrir eina tölvu en þörfin er mun meiri því um 60 nemendur gætu hugsanlega nýtt sér þessa nýju samskiptatækni.

Góðvild gaf í dag tvær samskiptatölvur af gerðinni Topii Dynavox en þessar tölvur gera nemendum sem eiga erfitt með að tjá sig á hefðbundinn hátt möguleikann á því að tjá sig gegnum samskiptaforrit og svo talar tölvan fyrir þau.

Árni Einarsson skólastjóri Klettaskóla ásamt Hönnu Rún Eiríksdóttir kennarar og sérfræðingi í óhefðbundnum samskiptamáta tóku á móti tölvunum fyrir hönd skólans

Við óskum Klettaskóla og nemendum hans innilega til hamingju með nýju tölvurnar með von um að sem flestir geti nýtt sér þær í framtíðinni
Stjórn Góðvildar