Svala Björgvins er verndari Góðvildar styrktarsjóðs

Við hjá Góðvild erum svo lánsöm að hafa fengið Svölu Björgvins til samstarfs með okkur. 

Svala mun gegna hlutverki verndara Góðvildar og mun hjálpa til við að kynna félagið og þau verkefni sem við styðjum. 

Svala hefur alltaf stutt við langveik börn á Íslandi með því að gefa sína vinnu á skemmtunum og gefa af sér.

Svala segir sjálf að það gefi henni mikið að vera í návist langveikra barna því þau eru svo hrein og bein. Þau segja það sem er þeim liggur á hjarta og það er svo yndislegt. 

Við bjóðum Svölu hjartanlega velkomna í Góðvildarfjölskylduna