Góðvild styrkir söfnun fyrir Rakel Ósk

Nú er hafin söfnun á hjólastólahjóli fyrir Rakel Ósk Pétursdóttir sem er greind með CP-fjórlömun.


Rakel Ósk er ótrúlega lífsglöð og yndisleg stúlka sem fannst ekkert skemmtilegra en að hjóla áður en hún missti hreyfifærnina í fótum og hún saknar þess gríðarlega mikið.

Það hljómar furðulega að Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki fyrir hjól fyrir börn sem ekki geta hjólað sjálf, bara fyrir fötluð börn sem geta hjólað sjálf….. Þetta er röksemd sem erfitt er að skilja.

Nú er hafin söfnun svo að hægt sé að kaupa Van Raam – VeloPlus hjól sem er með rampi þannig að Rakel Ósk getur verið í sínum eigin hjólastól úti að hjóla.

Þetta mun auðvitað gjörbreyta lífsgæðum hennar og við hlökkum mikið til þess að sjá fallega brosið hennar þegar hún prófar hjólið í fyrsta skiptið

Hjólastólar.is mun sjá til þess að fá hjólið heim á sem allra lægsta verði og vonandi náum við að koma Rakel á óvart á fermingadaginn þann 23 apríl

Góðvild styrkir Rakel Ósk um 200.000 kr sem fer í kaup á VeloPlus 

Ef þið hafið tækifæri eða þekkið einstaklinga, fyrirtæki eða góðgerðarfélög sem gætu tekið þátt í þessu mannbætandi verkefni þá er reikningsnúmerið hérna fyrir neðan

Reikningsnúmer: 0130-15-381716
Kennitala: 030292-2199

Hérna er hlekkur á Söfnunarsíðuna 

Hérna er hlekkur á fréttir Stöðvar 2 sem fjölluðu um málið 

Safnað fyrir Hjólastólahjóli 

– UPPFÆRT 13.02.2020 – TEKIST HEFUR AÐ SAFNA FYRIR HJÓLINU

– ÞÖKKUM ÖLLUM KÆRLEGA FYRIR STUÐNINGINN –