Góðvild styrktarsjóður er einstakt góðgerðarfélag á Íslandi.
Góðvild safnar pening og gefur þá svo í verkefni sem nýtast langveikum börnum á Íslandi.
Það er ekki takmark hjá okkur að safna peningum heldur að gefa þá í verkefni eins hratt og þeir koma inn til okkar.
Við erum með áratuga þekkingu á aðstæðum langveikra barna og fjölskyldna þeirra og getum því séð fljótlega hvort verkefnið sem við höfum í hyggju að styðja við muni nýtast langveikum börnum eða ekki.
Góðvild er ekki með yfirbyggingu og við höfum engan starfsmann. Allir vinna í sjálfboðavinnu þannig að allt söfnunarfé fer beint í verkefnin.
Ef þú veist um verkefni sem Góðvild gæti styrkt þá skaltu ekki hika við að senda okkur póst á godvild.island@gmail.com
kveðja
Stjórn Góðvildar